Mögulega varð hrun ofan í gíginn

Þessi litli hraunhellir hafði myndast í jaðri nýja hraunsins. Mælingar …
Þessi litli hraunhellir hafði myndast í jaðri nýja hraunsins. Mælingar benda til þess að um 13 rúmmetrar af hrauni renni á sekúndu hverri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breytingar sem urðu nýlega á gosóróa í gígnum í Geldingadölum urðu mögulega vegna hruns úr gígbarminum, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

„Við höfum séð svipað gerast áður eftir að það hrundi niður í gíginn,“ segir Þorvaldur í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að það hafi hugsanlega tafið eitthvað fyrir hraunflæðinu og hægt á afgösun sem hafi valdið minni gosóróa eins og sást á jarðskjálftamælum.

Lélegt skyggni hefur verið á gosstöðvunum undanfarið og lítið sést í vefmyndavélum nema þoka. Það hefur því ekki verið hægt að fletta upp í myndum þeirra til að sjá hvort það hrundi úr gígbarminum.

„Gígurinn náði svo að hreinsa sig og þá fylgdi smá sjónarspil eins og venjulega,“ sagði Þorvaldur.

„Meginrásin, sem viðheldur hraunflæðinu, er undir yfirborðinu og við sjáum hana ekki. Hún hlýtur að vera þarna því vöxturinn á hrauninu er svo stöðugur. Breytileiki sem við sjáum í gígnum virðist ekki hafa áhrif á hraunflæðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert