Skora á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Assange

Stella Moris, lögfræðingur og unnusta Julian Assange, og Jeremy Corbyn, …
Stella Moris, lögfræðingur og unnusta Julian Assange, og Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, fyrir utan Belmarsh-fangelsið þar sem Assange er vistaður. Corbyn hefur gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs. Tíu íslenskir þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Assange. AFP

Tíu þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. 

Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. 

Assange er í haldi í Bretlandi að beiðni banda­rískra stjórn­valda. Hann hafði áður dvalið í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um frá 2012 og naut þar vernd­ar. Í yfirlýsingu þingmannanna er bent á að Assange hefur síðustu tvö ár „setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina“. 

Þingmennirnir minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna eða ekki. 

Yfirlýsinguna undirrita Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson þingmenn Samfylkingarinnar, Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Andrés Ingi Jónsson þingmenn Pírata, Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson þingmenn Viðreisnar og Inga Sæland Flokki fólksins.

Yfirlýsingin í heild sinni: 

Statement from members of the Icelandic Parliament regarding the Prosecution of Julian Assange.

We, undersigned, members of Parliament in Iceland, from across the political spectrum, urge the U.S. Government to drop the prosecution of Wikileaks founder Julian Assange and withdraw the extradition request against him in the UK.

The “espionage” charges against Mr Assange are an attempt to criminalize investigative journalism and set a dangerous precedent for press freedom worldwide. As confirmed by the UN Special Rapporteur on Torture Nils Melzer, Mr Assange has been “dehumanized through isolation, ridicule and shame” and deprived of fundamental human rights, a price he has paid for exposing war crimes and torture committed by US service personnel during the Iraq War.

Recent revelations, where a key witness in the case admits to fabricating accusations against Mr Assange, should mark the end of this year-long assault on an award-winning journalist. We urge leaders, governments and parliamentarians around the world to speak up and side with press freedom, the rule of law and the public’s right to know.

Reykjavík, July 9th. 2021

Helga Vala Helgadóttir, Social Democratic Alliance
Guðmundur Andri Thorsson, Social Democratic Alliance
Ari Trausti Guðmundsson, Left Green Movement
Halldóra Mogensen, Pirate Party
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pirate Party
Björn Leví Gunnarsson, Pirate Party
Andrés Ingi Jónsson, Pirate Party
Hanna Katrín Friðriksson, Liberal Reform Party
Jón Steindór Valdimarsson, Liberal Reform Party
Inga Sæland, People‘s Party

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert