Óljóst hvað stýrir gosóróa

Í Geldingadölum.
Í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Gosið í Fagradalsfjalli á sér ekki hliðstæðu í þeim eldgosum sem hafa orðið á Íslandi eftir að menn fóru að fylgjast með þeim með vísindalegum hætti og nákvæmum mælitækjum,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

„Þetta eldgos er ólíkt flestum öðrum íslenskum gosum að því leyti að það byrjaði rólega og óx svo heldur. Það er alveg öfugt við það sem langflest eldgos hafa gert. Gosið nú stjórnast af gosrásinni og hve víð hún er, en ekki aðallega af þrýstingnum í hólfinu sem sendir kvikuna frá sér. Slíkur þrýstingur hefur keyrt áfram Heklugos, Grímsvatnagos, Bárðarbungu og flest önnur gos sem við höfum fylgst með,“ sagði Magnús í Morgunblaðinu í dag. 

Gosóróinn gefur upplýsingar

Mikið hefur verið talað um gosóróa í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Jarðskjálftamælar nema titring sem fylgir eldgosum og er kallaður gosórói. Talið er að hann tengist hreyfingum bergkviku í jarðskorpunni. Magnús Tumi var spurður um gosóróann í Geldingadölum. „Það fer svolítið eftir aðstæðum í gígnum hvernig óróinn lýsir sér. Það er alls ekki alltaf ljóst hvað stýrir óróa. En það hefur sýnt sig hvað eftir annað að þegar aðstæður eru svipaðar í gígnum er óróinn góður mælikvarði á það sem er að gerast,“ sagði Magnús Tumi.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert