Karlmaður í haldi lögreglu vegna innbrots

Maðurinn var handtekinn í morgun.
Maðurinn var handtekinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður er nú í haldi lögreglu grunaður um innbrot í hús, en hann var handtekinn í morgun. Rannsókn málsins er hafin. Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um innbrot í nýbyggingu en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um það mál. 

Svo var í morgun tilkynnt um innbrot í iðnaðarhverfi miðsvæðis í Reykjavík. Ekki liggja heldur fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu um það. 

Loks voru svo skráningarmerki klippt af þremur bílum í morgun, vegna vanrækslu á aðal- og/eða endurskoðun.

mbl.is