Nemendur Fossvogsskóla færðir í annað húsnæði

Börn í 5.-7. bekk munu stunda nám í Korpuskóla vegna …
Börn í 5.-7. bekk munu stunda nám í Korpuskóla vegna rakaskemmda sem upp hafa komið í Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð samþykkti í dag tillögu að skipulagi skólastarfs Fossvogsskóla meðan á framkvæmdum stendur í húsakynnum skólans skólaárið 2020-2022.

Gert er ráð fyrir að kennsla fyrir 1.-4. bekk í Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi, á meðan börn í 5.-7. bekk munu stunda nám í Korpuskóla. Er þetta gert í ljósi rakaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla sem ekki hefur enn tekist að ráða bót á, að því er úttekt verkfræðistofunnar Eflu hefur leitt í ljós.

Niðurstöður hennar hafa verið kynntar fyrir starfsfólki skólans og foreldrum á opnum fundum og hófst vinna strax við hönnun og undirbúning framkvæmda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tillagan sem samþykkt var í borgarráði í dag gerir ráð fyrir uppsetningu tíu kennslueininga á skólalóð Fossvogsskóla. Þá mun þar og í húsnæði Frístundar í Útlandi fara fram kennsla fyrir börn í 1.- 4. bekk. Börn í eldri bekkjum, 5.-7. bekk, munu stunda nám í Korpuskóla þar sem öll aðstaða er til staðar fyrir fjölbreytt skólastarf. Samræður eru fram undan við nágranna vegna breytinga á deiliskipulagi í tengslum við tímabundna uppsetningu  einingahúsa fyrir kennslu á skólalóð Fossvogsskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert