Samþykktu listann í Norðvesturkjördæmi

Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Mbl.is/Kristinn Magnússon

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í dag, sunnudag.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi. Í þriðja sæti er Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður. Í fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og í fimmta sæti er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráðgjafi.

Heiðurssæti listans, hið sextánda, skipar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskiptafræðingur.

Listann í heild sinni má sjá nánar á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is