Ísland líklega skilgreint appelsínugult

Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að Ísland verði skilgreint sem appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næstkomandi fimmtudag, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. 

„Það er ómögulegt að segja hvaða áhrif það hefur vegna þess að það er nánast hvert einasta land í Evrópu með sínar eigin reglur og viðmið,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Spurður hvort það hafi verið mistök að tala um takmarkalaust sumar þegar öllum aðgerðum var aflétt fyrr í sumar þá sagði Víðir að ákvarðanir í faraldrinum byggðust á þekkingu hverju sinni. 

„Einkenni á öllum krísum eru ófyrirsjáanleiki og óvissa. Þannig verður þetta áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert