Skíðabrekkan slegin en púttvöllurinn bíður til næsta árs

Sláttur. Hér má sjá hinn óslegna púttvöll en fyrir aftan …
Sláttur. Hér má sjá hinn óslegna púttvöll en fyrir aftan sést glitta í skíðabrekkuna. Völlurinn verður klár næsta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúum Folda- og Húsahverfis í Grafarvogi brá vægast sagt í brún fyrr í sumar þegar ráðist var til atlögu við garðslátt útisvæðisins sem liggur meðfram hverfunum.

Þá hafði svæðið verið slegið vel og vandlega að einu svæði undanskildu en það er púttvöllurinn. Þar var gras sem enn náði upp að hnjám á meðan skíðabrekkan fyrir ofan var slegin og til fyrirmyndar.

Ástæðan er einföld að mati Reykjavíkurborgar að því er fram kemur í svari til Morgunblaðsins. Það er ekki enn búið að klára völlinn. Vísað er í framkvæmdasjá borgarinnar þar sem segir: „Vinna þarf grasflötina meira áður en hægt er að opna hana fyrir notkun, t.d. þarf að huga vel að flötinni, sanda hana og bera áburð á hana.“ Framkvæmdir hófust síðsumars í fyrra. „Aðilar sem sérhæfa sig í rekstri pútt-flata munu sjá til þess að flötin verði ræktuð upp með viðundandi hætti. Notkun grasflatarinnar er því óæskileg í sumar, en hún ætti að verða tilbúin í byrjun næsta sumars,“ segir þar enn fremur.

Trausti Harðarson, íbúi í Grafarvogi, segir hugmyndina hafa verið að byggja fallegan mini-golfvöll uppi í Spöng með gervigrasi, rétt hjá félagsaðstöðu eldri borgara, en hugmyndin kom inn í íbúakosningu í fyrrasumar. „Reykjavíkurborg smellti þessari undarlegu útfærslu á stað sem er langt frá því að vera í almennu göngufæri og völlurinn er ekki enn klár,“ segir Trausti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »