Ölvaður maður mótmælti bólusetningu óléttra kvenna

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Odd

Lögreglu barst tilkynning síðdegis um ölvaðan mann við Orkuhúsið á Suðurlandsbraut, sem hugðist mótmæla bólusetningu barnshafandi kvenna. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann hafi gengið sína leið eftir samtal við lögreglu.

Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem slíkt gerist, en í vikunni var kona handtekin vegna óspekta við Orkuhúsið, þar sem hún hrópaði að barnshafandi konum sem stóðu í röð og biðu bólusetningar. 

Hrópaði hún meðal annars að viðstöddum að það væri eitur í bóluefnum gegn kórónuveirunni og verið verið að myrða börn í móðurkviði. Í frétt RÚV um málið sást þegar lögregla handtók konuna og flutti á brott. 

mbl.is