Bílvelta í grennd við Hólmavík

Bíll valt í grennd við Hólmavík.
Bíll valt í grennd við Hólmavík. mbl.is

Bíll með hjólhýsi í eftirdragi valt í grennd við Hólmavík. Slysið átti sér stað rúmlega hálfsex og að sögn farþega valt bíllinn þrisvar eða fjórum sinnum. Enginn slasaðist alvarlega.

Í bílnum voru fimm farþegar, þar af þrjú börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og á vettvangi voru þrír sjúkrabílar og tveir lögreglubílar.

Fjölskyldan fór í læknisskoðun á næstu heilsugæslustöð og var sem betur fer í lagi með alla þrátt fyrir nokkrar skrámur og mar. Bíll og hjólhýsi gjöreyðilögðust.

mbl.is