Skorið á dekk og reynt að kveikja í bíl

Gerð var tilraun til að kveikja í bifreið í nótt.
Gerð var tilraun til að kveikja í bifreið í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um eignaspjöll á bifreið á þriðja tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur þar sem skorið hafði verið á dekk bifreiðarinnar og tilraun gerð til þess að kveikja í henni. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Fjórir á einni vespu

Laust fyrir klukkan níu í morgun var tilkynnt slys í Kópavogi þar sem fjórir 14 ára drengir höfðu ekið sömu vespu, samtímis. Aðeins einn þeirra var með hjálm. 

Ökumaður eða -menn misstu stjórn á vespunni og drengirnir duttu af henni. Einn drengjanna missti meðvitund og er talinn hafa hlotið heilahristing.

mbl.is