Legsteinahúsið stendur

Þórdís og Páll skrifa undir samning.
Þórdís og Páll skrifa undir samning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fáni var dreginn að húni og mikið lófatak var meðal viðstaddra þegar Páll Guðmundsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, undirrituðu samning sem tryggir það að legsteinahús Páls fær að standa. 

Búið er að losa þak hússins úr heljargreipum byggingarkranans sem beðið hefur átekta frá því í gærkvöldi eftir að þak forrýmisins var híft af. Nú er verið að hífa það þak á að nýju.

Páll á Húsafelli með séra Geir Waage.
Páll á Húsafelli með séra Geir Waage. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir klökkir

Það gaf augaleið að vinir og vandamenn Páls voru margir klökkir enda um stóran sigur að ræða fyrir hann. Þórdís tjáði blaðamanni mbl.is að samkomulag hafi náðst sem allir samningsaðilar gætu verið ánægðir með. 

Legsteinahús Páls fær að standa, Sæmundur Ásgeirsson fær að byggja fleiri hús á sínu landi og Borgarbyggð mun greiða báðum aðilum bætur vegna þess tjóns sem þeir hlutu af málinu.

Páll segist í samtali við mbl.is fagna þessari niðurstöðu og lýsir yfir þakklæti gagnvart öllum þeim sem hafa stutt hann í gegnum ferlið. 

„Það sem skiptir máli er að húsið stendur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert