Coca-Cola á Íslandi óska eftir samtali við KSÍ

Christian Karembeu og tekur sjálfu ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ …
Christian Karembeu og tekur sjálfu ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ og Carlos Cruz en Coca-Cola á Íslandi hefur stutt KSÍ um árabil. mbl.is/Hari

CCEP, Coca-Cola á Íslandi, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu KSÍ í samfélaginu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sent sambandinu bréf og óskað eftir samtali um málið og kynningu á aðgerðaáætlun KSÍ í þessum málaflokki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem er meðal stærstu styrktaraðila KSÍ til margra ára.

Lýsa yfir þungum áhyggjum

„Síðustu áratugi hefur Coca-Cola á Íslandi verið stoltur stuðningsaðili íslenskrar knattspyrnu í gegnum grasrótarstarf íþróttafélaga og samstarf við Knattspyrnusamband Íslands. Coca-Cola á Íslandi hefur stutt við starf sambandsins gagnvart öllum aldurshópum og kynjum.“

Vegna frétta síðustu daga segist CCEP sjá ástæðu til að lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu þessa stærsta íþróttasambands í íslensku samfélagi.    

„Coca-Cola á Íslandi hefur sent bréf þess efnis til KSÍ þar sem óskað er eftir samtali um þessi mál og kynningu á aðgerðaáætlun KSÍ í þessum málaflokki.“

CCEP vonast til að KSÍ auðnist að vinna úr þessum málum til að auka jafnrétti, útrýma ofbeldi og skapa þannig bjarta framtíð fyrir íslenska knattspyrnu með það að leiðarljósi að efla sjálfstraust og hæfni ungs fólks til framtíðar í gegnum knattspyrnuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert