Beint: Fundur fólksins

Norræna húsið í Vatnsmýri.
Norræna húsið í Vatnsmýri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fundur fólksins, lýðræðishátíð, fer fram á tveimur stöðum í dag, annars vegar í Norræna húsinu og hins vegar í Grósku og hefst hann klukkan 11.

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Dagskráin stendur þar til síðdegis í dag og verður henni síðan áfram haldið á morgun.

Sýnt verður beint frá viðburðinum hér á mbl.is í dag og á morgun og verður hægt að fylgjast með því sem fram fer, bæði í Norræna húsinu og í Grósku.'

Norræna húsið

Gróska

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert