Ekið utan vega og á gönguslóðum í Vonarskarði

För í mjúkum mel og eyðilegging á ósnortu svæði.
För í mjúkum mel og eyðilegging á ósnortu svæði. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður hefur tilkynnt til lögreglu akstur utan vega í Vonarskarði síðari hluta ágústmánaðar. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir um meint lögbrot að ræða og þetta sé ljótt tilvik á viðkvæmu landi, en almennt megi segja að á síðustu árum hafi dregið úr utanvegaakstri í þjóðgarðinum.

Á heimasíðu þjóðgarðsins segir að Vonarskarð sé hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, fágæt náttúruperla milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, og vettvangur göngufólks.

Vörðuðu leiðina

„Bílarnir sem um ræðir hafa ekið að hluta til eftir gömlu slóðinni sem lá í gegnum skarðið, en einnig ekið eftir göngustígum og farið eftir mjúkum melum, undir Gjóstuklifi, í suðaustur í átt að Rauðá, þar til þeir fóru að sökkva í. Þeir hafa svo reynt á nokkrum stöðum að fara upp bratta brekku með tilheyrandi ummerkjum,“ segir á heimasíðunni. Viðkomandi merktu síðan leiðina greinilega með a.m.k. 24 vörðum.

Magnús segir svæðið mjög viðkvæmt, enda í 950-1100 metra hæð yfir sjávarmáli. Gróður sé viðkvæmur og rof eftir akstur jeppa séu lengi að gróa og jafna sig. Á síðustu árum hafi þó dregið úr utanvegaakstri í þjóðgarðinum. Magnús þakkar það einkum mikilli umræðu og fræðslu og aukinni umhverfisvitund í samfélaginu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert