Vísuðu ferðamönnum af svæðinu

Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, á vettvangi í …
Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, á vettvangi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta virðist nú ætla að vera eitthvað örlítið minna en menn bjuggust við. Við erum bara rólegir og bíðum eftir því að sjá hvað gerist,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, um stöðu jökulhlaupsins í Skaftá.

Jökulhlaupið í Skaftá virðist ætla að verða minna en talið …
Jökulhlaupið í Skaftá virðist ætla að verða minna en talið var í fyrstu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar mbl.is ræddi við Sigurð á vettvangi nú síðdegis sagði hann að lögregla væri með sólarhringsvakt á svæðinu og gæti leitað til Vegagerðarinnar ef á þarf að halda.

„Svo vorum við að koma núna úr eftirlitsflugi og fundum þar erlenda ferðamenn upp frá sem við vísuðum af svæðinu. Það er kannski það helsta,“ segir Sigurður.

Búið er að vara fólk við og það beðið að halda sig í öruggri fjarlægð, hvernig er það búið að ganga? Virðir fólk þessi tilmæli?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið nú síðdegis.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið nú síðdegis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Já já, eins og ég sagði þá fórum við í gær og þar hittum við einhverja sjö bíla og allir höfðu fengið þessi skilaboð frá almannavörnum þannig að allir voru meðvitaðir. Fyrir utan kannski þetta fólk sem við hittum í dag þegar við vorum að fljúga yfir. Þau töldu sig bara mega vera þarna og höfðu ekkert frétt af þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert