Efla enn frekar tengsl Færeyja og Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Hallu Nolsøe Poulsen, …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Hallu Nolsøe Poulsen, sendimaður Færeyja á Íslandi, með skýrsluna. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra skipaði í mars á þessu ári starfshóp til að kortleggja tvíhliða samskipti Íslands og Færeyja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla enn frekar tengsl þjóðanna.

Afraksturinn er kynntur í skýrslunni Samskipti Íslands og Færeyja – Tillögur til framtíðar sem út kom í dag.

„Íslendingar og Færeyingar eru nánir grannar, við eigum sameiginlegan uppruna og um margt samþætta sögu. Hagsmunir okkar sem fámennra eyþjóða fara oft saman og samvinna í hagsmunagæslu er báðum til hagsbóta,“ segir Guðlaugur Þór í aðfaraorðum sínum í skýrslunni.

Skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum

Tillögurnar lúta m.a. að því að samstarf Færeysk-íslenska verslunarráðsins verði formfest með reglulegum fundum og aðkomu viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og að stjórnvöld stuðli að samtali á milli flutningsaðila og fyrirtækja í útflutningi á milli ríkjanna með það að markmiði að samtengja með skilvirkari hætti flutningsleiðir fyrir ferskvöru.

„Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, þar sem má lesa tillögurnar sem koma fram í skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert