Beint: Hvað veist þú um trans börn?

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.

Á jafnréttisdeginum fer Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökum 78, yfir grundvallaratriði og hugtök sem tengjast málefnum trans barna. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir mun fjalla um trans fólk í nútímasamfélagi og við fáum að heyra reynslu sögur annars vegar frá Frey Kolka Pálssyni, en hann er trans strákur og hins vegar Maríu Gunnarsdóttur, sem er móðir trans stúlku. Loks verða pallborðsumræður sem Tótla stýrir og Una Hildardóttir formaður lýðræðis- og mannnréttindanefndar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar veita jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2021.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á mbl.is. 

Þátttakendur um málefni trans barna vegna jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021 eru:

  • Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kvikmyndagerðamanneskja, rithöfundur og trans aðgerðasinni
  • Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökum 78
  • Freyr Kolka Pálsson, trans strákur og nemandi í japönsku í Háskóla Íslands
  • María Gunnarsdóttir, móðir trans stúlku og prestur
  • Eygerður Helgadóttir, náms- og starfsráðgjafi í Lágafellsskóla

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert