Dæmdur fyrir að hóta fyrrverandi að senda nektarmynd

Landsréttur.
Landsréttur. Hanna Andrésdóttir

Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem hafði í hótunum við fyrrverandi sambýliskonu sína en hann hótaði að senda mynd af henni hálfnakinni „að reykja gras“ til vinnuveitenda hennar.

Var maðurinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hótunina, auk þess að greiða konunni 300 þúsund í bætur og málskostnað.

Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi meðal annars sent eftirfarandi skilaboð til konunnar: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum [...] þa erum vid kvitt.“ Sendi hann skilaboðin í farsíma konunnar.

Þá kemur jafnframt fram að maðurinn hafi áreitt konuna eftir að hún kærði hann og hafi hún á endanum fengið árásarhnapp hjá lögreglu.

Viðurkenndi maðurinn að hafa sent skilaboðin, en að hann hafi aldrei ætlað sér að senda myndirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert