Keyrði 18 sinnum undir áhrifum ávana- og fíkniefna

Landsréttur staðfesti dóm Héraðdsóms Reykjavíkur.
Landsréttur staðfesti dóm Héraðdsóms Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur féllst ekki á kröfu sakbornings um skilorðsbindingu hluta eða heildar fangelsisrefsingar hennar. Konan var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa átján sinnum ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk fjölda annarra brota. 

Meðal þeirra brota sem konan gerðist sek um var brot gegn ákvæðum tollalaga með því að hafa flutt til landsins 200 Lucky Strike vindlinga og 200 Marlboro vindlinga. Þá var konan sakfelld fyrir fjölda nytjastulda- og þjófnaðabrota fyrir að hafa notað og stolið bifreiðum og öðrum farartækjum. 

Svipt ökuleyfi til fimm ára

Þar að auki var konan sakfelld fyrir fjársvik fyrir að nota greiðslukort í nafni annars manns til þess að greiða fyrir varning og þjónustu fyrir samtals 153.650 krónur og 38 evrur.

Konan var svipt ökuleyfi til fimm ára og gert að greiða 2.721.831 krónur í sakarkostnað auk 385.711 króna í áfrýjunarkostnað. Hún játaði brotin skýlaust en þarf að sæta fangelsi í samtals átta mánuði, til frádráttar því kemur gæsluvarðhaldsvist konunnar frá 16. október til 15. desember 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert