Guðni minnist á buffið

Guðni Th. Jóhannesson með buffið á sínum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson með buffið á sínum tíma. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vekur á facebooksíðu sinni athygli á alþjóðlega Alzheimerdeginum sem er í dag.

Eliza Reid forsetafrú er verndari Alzheimersamtakanna á Íslandi.

„Sjálfur stuðlaði ég að því á sínum tíma að buff merkt þeim seldust vel, klæddist einu slíku haustið 2016 hér úti á Bessastaðanesi, í svipuðu veðri og nú geisar,” skrifar Guðni en myndina tók Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Guðni minnist einnig á málþing sem hann sótti í Þjóðleikhúsinu í tengslum við sýninguna Vertu úlfur og bætir við að þau hjónin hafi skemmt sér vel á söngleiknum Níu líf.

„Mikið er gott að geta aftur sótt listviðburði, íþróttaleiki og aðrar samkomur nær hömlulaust. Þetta er allt að koma,” skrifar forsetinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert