Krefjast 26 milljóna króna í lausnargjald

Fyrirtækið er í Garðabæ.
Fyrirtækið er í Garðabæ. AFP

Hátæknifyrirtæki staðsett í Garðabæ hefur verið krafið um 26 milljónir króna í lausnargjald eftir að rússneskir tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi þeirra fyrir helgi og stálu mikilvægum gögnum.

Frá þessu var greint í útvarpsfréttum Rásar 1.

Árásarmennirnir halda nú gögnunum í gíslingu og ef lausnargjaldið verður ekki greitt fyrir morgundaginn munu þeir krefjast þess að fá tvöfalda upphæð, eða 52 milljónir króna.

Eigandi fyrirtækisins kveðst ekki ætla að greiða lausnargjaldið og mun málið verða kært til lögreglunnar.

mbl.is