Rúta fauk af veginum í Hrútafirði

Ástandið á Sauðárkróki í dag.
Ástandið á Sauðárkróki í dag. mbl.is/Björn Björnsson

Rúta með tæplega 40 ferðamönnum fauk út af veginum í Hrútafirði í dag. Engin slys urðu á fólki en unnið er að því að koma rútunni upp á veginn. Þetta staðfesti Guðrún Gróa, lögreglumaður á Blönduósi, í samtali við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá.

Guðrún segir daginn hafa verið annasaman hjá lögregluembættinu en þó „í jafnvægi“. Engin alvarleg slys hafi orðið á fólki það sem af er degi. „En það er hundleiðinlegt veður,“ bætir Guðrún við. 

Hún segir flesta virða áköll og yfirlýsingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra enda sé lítið hægt að ferðast í slíku aftakaveðri. Hins vegar hafi einhverjir túristar verið á faraldsfæti og því hafi þurft að sinna nokkrum útköllum.

App­el­sínu­gul viðvör­un vegna norðvest­an stór­hríðar tók gildi á Vest­fjörðum klukk­an 10 í morg­un og gild­ir hún til klukk­an átta í kvöld. Veður­stof­an ger­ir ráð fyr­ir því að vind­hviður geti náð 45 metr­um á sek­úndu síðar í dag á lág­lendi á Vest­fjörðum, svo sem í Ísa­fjarðar­djúpi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is/Björn Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka