„Þú kannt ekki að axla ábyrgð“

Twitter-notendur segja Aron Einar ekki axla ábyrgð.
Twitter-notendur segja Aron Einar ekki axla ábyrgð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Twitter-notendur virðast margir hverjir ekki vera sáttir með yfirlýsingu Arons Einars Gunnarssonar. Í yfirlýsingu hans kemur fram að hann kannist ekki við slúðursögur um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem steig fram í máli Kolbeins Sigurþórssonar, segir Aron Einar ekki kunna að taka ábyrgð.

Tinna Haraldsdóttir deilir skjáskoti af texta sem meintur brotaþola á að hafa skrifað. Í honum kemur fram að tveir karlmenn hafi nauðgað henni á hótelherbergi þeirra í Kaupmannahöfn árið 2010 og að henni hafi verið ráðlagt að kæra ekki.

mbl.is