Starfsfólk Play óskar eftir liðsinni ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að henni hafi ítrekað borist óskir um liðsinni frá starfsfólki flugfélagsins Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra síðustu vikur og mánuði. Einnig hafi henni borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni.

Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt,“ segir Drífa í pistli forseta.

Hún segir starfsfólkið í erfiðri stöðu. Það vilji vinna og hafi metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði, en það vilji líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna.

Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks,“ segir Drífa að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert