Annar skjálfti í grennd við Keili

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jarðskjálfti að stærð 3,4 varð rétt fyrir klukkan 17, rúmum einum kílómetra suðvestur af Keili.

Um hádegisbil varð skjálfti svipaður að stærð um einum kílómetra suðvestar. Sá skjálfti var tíundi yfir þremur stigum í þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst 27. september og mun þessi því vera sá ellefti.

mbl.is