214 tilfelli greindust frá því á fimmtudag

Alls greindust 214 tilfelli frá því á fimmtudag.
Alls greindust 214 tilfelli frá því á fimmtudag. mbl.is/Árni Sæberg

Alls greindust 214 manns með kórónuveiruna innanlands síðastliðna þrjá sólarhringa, að því er fram kemur í uppfærðum tölum á covid.is. 

Á föstudag greindust alls 75, sami fjöldi greindist svo á laugardag og í gær greindust 64. 

Nú eru því 757 í einangrun með veiruna og 1.777 eru í sóttkví. Fyrir helgi voru 653 í einangrun og 1.418 í sóttkví. 

Á sjúkrahúsi liggja nú sjö með veiruna og þar af er einn á gjörgæslu. 

Nýgengi innanlandssmita er nú 220,1, sem er þó nokkuð mikil aukning frá því fyrir helgina þegar nýgengið stóð í 187,1. 

mbl.is

Bloggað um fréttina