84 smit greindust innanlands – 35 í sóttkví

Sýnataka vegna kórónuveirunnar.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 84 kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru 35 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 13 eru núna á sjúkrahúsi vegna veirunnar, þar af einn á gjörgæslu. 

Sex virk smit greindust á landamærunum. 

797 eru núna í einangrun, sem er fjölgun um 20 frá því í gær. 1.874 eru í sóttkví.

Tekin voru 3.478 sýni, þar af 1.479 hjá fólki með einkenni. 

561 er í einangrun á höfuðborgarsvæðinu sem eru 27 fleiri en í gær. Á Suðurlandi eru 58 í einangrun og 57 á Suðurnesjum. Á Norðurlandi eystra eru 46 í einangrun, sem eru 8 færri en í gær, og á Vesturlandi eru 42 í einangrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina