Fólk þyrstir í að komast í sólina um jólin

Á Las Teresitas-ströndinni á Tenerife.
Á Las Teresitas-ströndinni á Tenerife.

Íslendingar hafa löngum verið ferðaglaðir en þeir virðast sérstaklega spenntir í ár sem kemur ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið.

Þetta má meðal annars sjá á aðsókn landsmanna í jóla- og áramótaferðir ferðaskrifstofanna. Afar mikið hefur selst og er orðið uppselt í margar ferðir óvenju snemma miðað við hvað tíðkast í venjulegu árferði.

Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar (ÚÚ), er þó nokkuð bjartsýn og telur að þeir sem vilji komast til sólarlanda þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alltaf hægt að koma fólki einhvern veginn úr landi enn þá, það er bara spurning hvaða leiðir þú ferð. Það er hægt að komast úr landi og það er hægt að komast í sól.“

Hún viðurkennir þó að mikið sé bókað í beint flug með ÚÚ til helstu áfangastaðanna sem flogið er til á þessum tíma, Tenerife, Kanarí og Alicante. „En við höfum bætt við flugi svo það eru enn þá til sæti. Og svo getum við alltaf komið fólki eftir einhverjum krókaleiðum,“ segir hún og bætir við að það sé greinilegt að fólk sé fyrr á ferðinni en venjulega. „Við höfum þurft að bæta við og það er góð sala svo það er ljóst að fólk þystir í að komast í sólina.“

Greinilega ferðahugur í fólki

Andri Már Ingólfsson, forstjóri Aventura, segir að hjá þeim sé um það bil að verða uppselt í jólaferðir, þau eigi til um tólf sæti til Alicante um jólin en það séu síðustu sætin. Uppselt sé í ferðir þeirra til Kanarí en örfá sæti séu laus í golfferð til La Gomera yfir áramótin. „Ég held það séu til fjögur eða sex sæti þar en annars eru jólin bara farin,“ sagði Andri í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert