Skjálfti upp á 5,2

Skjálftinn varð um 7,5 km suður af Heklu.
Skjálftinn varð um 7,5 km suður af Heklu. mbl.is/RAX

Snarpur jarðskjálfti sem varð um klukkan 13.20 í dag fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var skjálftinn af stærðinni 5,2 og eru upptök hans við Vatnafjöll, um 7,5 km suður af Heklu.

Skjálftavirkni byrjaði á svæðinu rétt fyrir hádegi í dag og er töluverð eftirskjálftavirkni. Stærstu eftirskjálftarnir eru um 3 að stærð.

Auk höfuðborgarsvæðisins fannst skjálftinn vel víða á Suðurlandi og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fannst hann alla leið vestur á Búðardal.

Skjálftinn varð sunnan við Heklu.
Skjálftinn varð sunnan við Heklu. kort/mbl.is

Engar tilkynningar hafa borist um tjón og enginn gosórói mælist, þó sérfræðingar fylgist áfram grannt með.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki óalgengt að stórir skjálftar mælist á svæðinu en árið 1987 mældist skjálfti af stærðinni 5,8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert