Stríður straumur í Laugardalshöll í dag

Frá Laugardalshöllinni fyrr í dag.
Frá Laugardalshöllinni fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stríður straumur hefur verið í Laugardalshöllina í dag þar sem verið að bólusetja fólk sem er eldra en 60 ára og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma með örvunarskammti af bóluefni gegn covid-19.

1.200 manns mættu á fyrsta hálftímanum í morgun og hefur straumurinn verið nokkuð stöðugur í allan dag.

Að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem staðið hefur vaktina í höllinni í dag, hefur allt gengið vel hingað til

Bólu­sett verður næstu fjór­ar vik­urn­ar frá klukk­an 10 til 15 í Laug­ar­dals­höll á mánu­dög­um, þriðju­dög­um og miðviku­dög­um, en til stendur að boða um 160 þúsund manns í örvunarbólusetningu fyrir árámót. 

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, sagði í samtali við mbl.is í morgun að rennt væri blint í sjóinn með mætingu. Sjálf sagðist hún búast við um 8.000 manns á dag, eða 80 prósent mætingu.

Það fer svo allt eftir mætingu hvenær farið verður að boða aðra en forgangshópa í örvunarbólusetningu.

Fólk 60 ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma hefur …
Fólk 60 ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma hefur fengið boð í örvunarbólusetningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert