Strætó notaður við bólusetningarátak

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Lögreglan

Á næstunni verður strætó ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið að koma um borð í hann í bólusetningu gegn Covid-19. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ná verði til óbólusettra.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að strætóinn verði staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum og allir sem hafa ekki fengið bólusetningu geti í hann komið og látið bólusetja sig.

Sóttvarnalæknir hafi í samstarfi við aðra greint hvaða hópar hafi ekki þegið bólusetningu og reynt verður að hafa strætóinn þar sem þeir hópar geti komist í hann.

Óskar segir mikilvægt að ná til sem flestra og minnka útbreiðslu sjúkdómsins og álagið á spítalanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina