Sóttvarnayfirvalda að ákveða hvort og hvenær

Bóluefni frá Pfizer er væntanlega á leið í yngri axlir.
Bóluefni frá Pfizer er væntanlega á leið í yngri axlir. AFP

Bóluefnið Com­irnaty frá Pfizer-Bi­oNTech fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára fær væntanlega skilyrt markaðsleyfi hér á landi síðar í dag eða á morgun. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp.

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfjastofnunar, segir að með því sé búið að meta áhættuna af bólusetningu fyrir þennan aldurshóp en sérfræðingur á vegum Lyfjastofnunar var á fundi evrópsku stofnunarinnar í morgun.

„Skammturinn er einn þriðji hluti af því sem gefið er fullorðnum,“ segir Rúna.

Hún segir það síðan í höndum sóttvarnayfirvalda í hverju landi fyrir sig hvort og hvenær boðið verði upp á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is