Áslaug veitti Jóni lyklana

Jón Gunnarsson tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu frá Áslaugu Örnu …
Jón Gunnarsson tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi dómsmálaráðherra, afhenti í dag Jóni Gunnarssyni, nýjum innanríkisráðherra, lyklana að ráðuneyti sínu en Áslaug Arna hefur tek­ur við nýju ráðuneyti ný­sköp­un­ar, iðnaðar og há­skóla.

Segir á vef Stjórnarráðs Íslands að verkefni innanríkisráðuneytisins verði í aðalatriðum þau sömu og dómsmálaráðuneytið hefur. Það ráðuneyti heyrir nú sögunni til. 

Áslaug Arna og Jón eftir lyklaskiptin.
Áslaug Arna og Jón eftir lyklaskiptin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var skipt upp árið 2017

Á árunum 2011 til 2017 var innanríkisráðuneytið eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Árið 2017 var tekin ákvörðun um að skipta því í annars vegar dómsmálaráðuneytið og hins vegar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið en nú hafa hins vegar aftur verið gerðar breytingar. 

Jón kemur til með að vera sá fjórði til að gegna embætti innanríkisráðherra en þrjú höfðu gegnt því áður: Ögmund­ur Jónas­son, þáver­andi þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir og Ólöf Nor­dal en þær sátu þá báðar á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert