Munnvatnssýni í flestum tilfellum óásættanleg

Sóttvarnalæknir segir að munnvatnssýni til greiningar á Covid-19 séu í flestum tilfellum óásættanleg. Þetta kemur fram í kjölfar fréttaflutnings af því að borið hafi á fullyrðingum þess efnis að foreldrum barna standi til boða að tekin verði munnvatnssýni í stað nefkokssýnis.

„Þetta er ekki allskostar rétt af þeim ástæðum að munnvatnssýni er miklu óáreiðanlegri sýni en nefkokssýni bæði þegar um er að ræða hraðgreiningarpróf og PCR-próf.

Í undantekningartilfellum er hægt að sætta sig við munnvatnssýni til greiningar en það á að vera algjör undantekning. Ákvörðum um slíkt verður að vera sameiginleg ákvörðun sýnatökufólks og foreldra,“ segir í tilkynningu frá sóttvarnalækni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert