Yfirgaf vettvang og hótaði lögreglu

Maðurinn verður kærður fyrir hótanir í garð lögreglumannanna.
Maðurinn verður kærður fyrir hótanir í garð lögreglumannanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um umferðaóhapp í hverfi póstnúmersins 105 í Reykjavík laust fyrir klukkan miðnætti í nótt þar sem ekið hafði verið á umferðaskilti og fylgdi tilkynningu að ökumaður hafi gengið á brott frá vettvangi.  

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu var skömmu síðar einstaklingur, sem grunaðir var um aksturinn, handtekinn skammt frá og vistaður í fangaklefa. 

„Þegar verið var að færa einstaklinginn í fangaklefa hafði hann í hótunum við lögreglumenn og verður hann kærður fyrir þær hótanir,“ segir í dagbókarfærslunni. 

Þá var tilkynnt um umferðaóhapp klukkan korter fyrir eitt í nótt í miðbæ Reykjavíkur, þar sem bifreið hafði verið ekið utan í kyrrstæða bifreið og ekið á brott. Bifreiðin stöðvuð skömmu síðar stutt frá vettvangi og var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Nokkuð var um að bifreiðar væru stöðvaðar vegna gruns um aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert