Annar skjálfti í hádeginu

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/Ragnar Axelsson

Jarðskjálfti af stærð 2,8 reið yfir rétt norðan við Bárðarbungu í Vatnajökli rétt fyrir klukkan 12:25 í dag. Í morgun urðu tveir skjálftar rétt við Grímsfjall, annar mældist 3,6 og hinn 2,3. 

Veðurstofan hækkaði í dag litamerkingu vegna Grímsfjalla í appelsínugult, en með því tel­ur Veður­stof­an að eld­stöðin sýni aukna virkni og vax­andi lík­ur séu á gosi. Þá kom í ljós um helgina að nýr sigketill hefði myndast suðaustan við Grímsfjall. 

Veðurstofan fer yfir mál sem tengjast mögulegu eldgosi í Grímsvötnum á degi hverjum, en næsti sam­ráðsfund­ur verður hald­inn klukk­an 14 í dag.  

mbl.is