Hópsmit á Austurlandi

Horft yfir Eskifjörð.
Horft yfir Eskifjörð.

Fjórtán Covid-smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur í gær en þau tengjast meðal annars inn í grunnskólann á Eskifirði og leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.

Af þeim sökum verða báðir skólar áfram lokaðir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.

Ríflega 180 nemendur og kennarar grunnskólans á Eskifirði fóru í sýnatöku í gær vegna smits sem greindist í skólanum á mánudag. Auk þess voru sýnatökur í tengslum við smit á leikskólanum Lyngholti.

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að enn sé unnið úr gögnum eftir sýnatöku gærdagsins og frekari tíðinda að vænta síðar í dag.

mbl.is