Kælirinn óvirkur eftir kvörtun frá nágrönnum

Seltirningar þurfa að sætta sig við ylvolgan bjór úr Vínbúðinni …
Seltirningar þurfa að sætta sig við ylvolgan bjór úr Vínbúðinni enn um sinn. mbl.is/Unnur Karen

Ekki hefur verið kveikt á nýjum bjórkæli í Vínbúð ÁTVR á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi síðan búðin var opnuð eftir gagngerar endurbætur um miðjan september. Íbúar á Eiðistorgi kvörtuðu yfir hávaða sem bærist frá kælibúnaði og í ljós kom að ekki var leyfi fyrir hendi til að kæla bjór í búðinni.

„Við töldum að húseigendur hefðu gengið frá fullnægjandi leyfum fyrir ÁTVR enda lá það fyrir gagnvart húseigendum að það ætti að setja upp kæli þegar Vínbúðin var stækkuð og endurbætt,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Hún segir að eftir að kvartað var yfir kælinum hafi komið í ljós að ekki var rétt gengið frá leyfisveitingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert