171 nýtt innanlandssmit

Frá skimun við Suðurlandsbraut vegna kórónuveirunnar.
Frá skimun við Suðurlandsbraut vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Unnur Karen

171 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Hvorki hefur verið gefið út hversu margir hinna smituðu voru í sóttkví né hversu margir þeirra voru óbólusettir og bólusettir.

11 virk smit greindust við landamærin. 5 smit greindust sem ekki er vitað hvort séu virk og er mótefnamælingar beðið í þeim tilvikum. 

4.000 sýni tekin

Ríflega 4.000 sýni voru tekin í gær og var hlutfall jákvæðra einkennasýna 6,6%. Hlutfall jákvæðra annarra sýna var lægra eins og jafnan er.

Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa fyrir síðastliðna 14 daga stendur nú í 468,8 en nýgengið á landamærunum stendur í 32,5. 

1.478 eru í einangrun, 2.252 í sóttkví og 167 í skimunarsóttkví. 

Fjöldi þeirra sem liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 stendur í stað á milli daga. Þar liggja 13 manns og eru tveir þeirra á gjörgæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert