Hlupu í skarðið og skrifuðu undir

Jón Steindór Valdimarsson, varaþingmaður Viðreisnar, til vinstri, Viktor Stefán Pálsson, …
Jón Steindór Valdimarsson, varaþingmaður Viðreisnar, til vinstri, Viktor Stefán Pálsson, varaþingmaður Samfylkingar, í miðið og Thomas Möller, varaþingmaður Viðreisnar, til hægri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af alls sex varaþingmmönnum sem tóku sæti á Alþingi í dag undirrituðu fimm þeirra drengskaparheit að stjórnarskránni í morgun. Kórónuveiran hefur sent þingflokk Viðreisnar eins og hann leggur sig í snemmbært jólafrí auk þess sem Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingu er smituð.

Sérstakur þingfundur var haldinn klukkan níu í morgun þar sem undirritanir drengskaparheita voru afgreiddar.

Ljósmyndari mbl.is fór á Alþingi og náðir myndum af því þegar Þór­unn Wolfram Pét­urs­dótt­ir, sem tek­ur sæti fyr­ir Guðbrand Ein­ars­son úr Viðreisn, Elín Anna Gísla­dótt­ir, sem tek­ur sæti fyr­ir Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, Thom­as Möller, sem tek­ur sæti Sig­mars Guðmunds­son­ar, og Daði Már Kristó­fers­son, sem tek­ur sæti fyr­ir Hönnu Katrínu Friðriks­son, undirrituðu drengskaparheit sín. 

Þórunn Wolfram Pétursdóttir, varaþingmaður Viðreisnar.
Þórunn Wolfram Pétursdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert