20 sjálfboðaliðar aðstoða við afhendingu pakkanna

Ingvi Kristinn Skjaldarson raðar pökkum
Ingvi Kristinn Skjaldarson raðar pökkum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun geta þeir sem höfðu skráð sig í jólaboð Hjálpræðishersins í Reykjavík sótt jólaglaðning og matargjöf í Herkastalann á milli klukkan 10 og 14 en jólaboði hersins var aflýst vegna fjölda Covid-19-smita í sam­fé­lag­inu.

Rúm­lega 300 gest­ir og sjálf­boðaliðar höfðu skráð sig í boðið, þar af um 150 börn. Í kring­um 20 sjálf­boðaliðar munu aðstoða við af­hend­ingu pakk­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert