Innkalla Þristamús

Svona lítur þristamúsin út.
Svona lítur þristamúsin út. Ljósmynd/Aðsend

Salathúsið ehf. hefur ákveðið að innkalla Þristamús vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða lotur þar sem síðasti neysludagur er til og með 21. janúar en vörunni er dreift í Nettó, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Iceland. Þá segir að varan sé örugg fyrir þá sem hafa ekki ofnæmi fyrir eggjum.

Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins er unnið að innköllun vörunnar.

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir að skila henni í viðkomandi verslun eða beint til Salathússins í Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert