Haraldur smitaður

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, stofn­andi hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno og starfsmaður Twitter, hefur greinst með Covid-19. Þessu greinir hann frá á Twitter.

Þar segir að hann sé fullbólusettur og búinn að fara í örvunarskammt. Hann kveðst því ekki hafa miklar áhyggjur.

Twitter festi kaup á Ueno, fyrirtæki Haralds, fyrr á árinu og hann hefur í kjölfarið vakið athygli fyrir ýmis góðverk sín og ekki síst átak um að fjölga römpum í Reykjavík.

Á Þorláksmessu bauðst Haraldur til þess að leggja pening inn á fólk sem hefði lítið á milli handanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert