Ásrún sækist eftir að leiða VG á Akureyri

Ásrún Ýr Gestsdóttir sækist eftir 1. sæti á lista VG …
Ásrún Ýr Gestsdóttir sækist eftir 1. sæti á lista VG á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Ásrún Ýr Gestsdóttir tilkynnti á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrennis í gærkvöldi að hún sæktist eftir að leiða lista flokksins fyrir sveitarsjónarkosningarnar í vor. 

Ásrún Ýr er fæddur og uppalinn Hríseyingur og hefur búið undanfarin ellefu ár á Akureyri, þar til í lok síðasta árs þar sem hún flutti aftur á æskuslóðir sínar í Hrísey ásamt eiginmanni sínum og börnum. Akureyrarbær er sameinað sveitarfélag Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar. 

Ásrún stundar nám við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem hún leggur áherslu á byggðarþróun. 

„Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir VG bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu. Á líðandi kjörtímabili hef ég setið fyrir hönd VG í frístundaráði og núna hinu nýja sameinaða fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar. Ég hef einnig setið sem varaformaður svæðisfélags VG Akureyrar og nágrennis síðustu fimm ár,“ segir í tilkynningu frá Ásrúnu. 

Þá kveðst hún hlakka til að takast á við það krefjandi verkefni sem að forval VG verður. Þegar hefur Jana Salóme lýst yfir að hún sækist eftir að leiða listann en Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í sveitarfélaginu, sækist ekki eftir að leiða listann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert