Trúnaðarráðið samþykkir lista sem Ólöf leiðir

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, núverandi varaformaður Eflingar, vill leiða félagið.
Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, núverandi varaformaður Eflingar, vill leiða félagið. mbl.is/Unnur Karen

Trúnaðarráð Eflingar hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar um skipun í þær trúnaðarstöður sem eru til kjörs í stjórnarkjöri félagsins sem fer fram 15. febrúar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, núverandi varaformaður, verði formaður.

Listinn sem trúnaðarráðið leggur fram er eftirfarandi:

 • Ólöf Helga Adolfsdóttir, formaður (2022-2024)
 • Eva Ágústsdóttir, gjaldkeri (2022-2024)
 • Aija Baldina (2022-2024)
 • Friðjón Víðisson (2022-2024)
 • Þorleifur Jón Hreiðarsson (2022-2024)
 • Mateusz Kowalczyk (2022-2024)
 • Anna Steina Finnbogadóttir (2022-2024)
 • Felix Kofi Adjahoe (2022-2024)
 • Marcin Dziopa (2022-2023 – ath. tæki sæti Ólafar Helgu í stjórninni 2021-2023)

Skoðunarmenn reikninga:

 • Leó Reynir Ólason (2022-2024)
 • Thelma Brynjólfsdóttir (2022-2024)
 • Fríða Hammer, varamaður (2022-2024)

Áður hafði komið fram að Agnieszka Ewa Ziółkowska, núverandi formaður Eflingar, ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns, að hún styddi Ólöfu, en að hún vildi áfram starfa sem varaformaður sem hún var upphaflega kjörin til.

Ólöf Helga Adolfsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska standa nú í …
Ólöf Helga Adolfsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska standa nú í brúnni í Eflingu. Trúnaðarráðið leggur fram lista þar sem Ólöf er í forsvari. Agnieszka vill vera varaformaður. mbl.is/Ásdís

Kosningakerfi Eflingar virkar þannig að annað hvert ár er kosið um formann og sjö aðra í stjórn og á oddaárum er varaformaður kosinn og sex aðrir í stjórn. 

Þá hefur Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, stjórn­ar­maður í Efl­ingu, gefið upp að hann muni gefa kost á sér til for­mennsku í stétt­ar­fé­lag­inu, en til þess þarf hann að setja fram eigin lista. Í kjölfar fráhvarfs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns Eflingar, frá félaginu í vetur var Guðmund­ur feng­inn í Kast­ljósið á Rúv. Greindi hann jafnframt frá deilum sem höfðu komið upp innan félagsins og höfðu átt sér nokkurn aðdraganda.

Í tilkynningu frá kjörstjórn kemur fram að ef einhver hyggist bjóða fram annan lista með tillögum um val í embætti hjá félaginu skuli skila honum eigi síðar en kl 8:59 þann 2. febrúar til fulltrúa kjörstjórnar á skrifstofu Eflingar. Þurfa ða fylgja listanum meðmæli a.m.k. 120 félagsmanna.

mbl.is