Tveir fá rúmar tíu milljónir hvor

Tveir höfðu heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en þeir skipta með sér fyrsta vinningi sem hljóðaði upp á rúmlega 21 milljón króna.

Fær því hvor um sig 10,6 milljónir fyrir vikið. Báðir miðarnir eru í áskrift.

Fimm voru með annan vinning og fær hver þeirra rúmlega hundrað þúsund krónur. Fjórir þeirra miða eru í áskrift en einn var keyptur í appinu.

Fimm fá hundrað þúsund krónur hver fyrir Jóker, en þrír miðanna eru í áskrift, einn var keyptur í Olís á Dalvík og einn á N1 að Ártúnshöfða.

mbl.is