Minnisblað með afléttingaráætlun komið til ráðherra

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að afléttingaráætlun fyrir sóttvarnatakmarkanir vegna Covid-19. 

Þetta staðfestir Willum Þór í samtali við mbl.is. 

Hann segir að minnisblaðið verði kynnt og rætt í ráðherranefnd um heimsfaraldurinn í dag, þá kynnt og rætt í ríkisstjórn á morgun og niðurstöðurnar kynntar fjölmiðlum í beinu framhaldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert