Hrossabændur segja upp samningum við Ísteka

Í lok nóvember á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um …
Í lok nóvember á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um sviss­neskra dýra­vernd­ar­sam­taka um blóðtöku mera á Íslandi, þar sem sjá mátti slæma meðferð hrossa af hálfu sam­starfs­bænda Ísteka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrossabændur hafa á síðustu dögum sagt upp samningum sínum við líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Ísteka ehf., sem vinn­ur horm­óna­lyf fyr­ir svín úr blóði fylfullra mera.

Í lok nóvember á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um sviss­neskra dýra­vernd­ar­sam­taka um blóðtöku mera á Íslandi, þar sem sjá mátti slæma meðferð hrossa af hálfu sam­starfs­bænda Ísteka.

Arnþór Guðlaugs­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ist í samtali við mbl.is ekki vita nákvæman fjölda þeirra bænda sem sagt hafa upp samningum við Ísteka.

„Ég veit ekki nákvæmlega prósentuna en okkur hafa borist uppsagnir núna síðustu daga,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Á von á að ná samningum aftur

Of snemmt sé að segja til um hvort uppsagnirnar hafi áhrif á starfsemi fyrirtækisins.

„Það er of snemmt að segja til um það hvort það hafi áhrif og hvernig, ég á nú eiginlega frekar von á að ná flestum þessara bænda aftur og að þetta sé svona meðal annars afleiðing af þessum málum sem hafa verið í gangi en ekki síður bara kjaramál,“ segir Arnþór.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, sagðist aðspurður ekki vita málavöxtu í samtali við mbl.is.

mbl.is