Vilja færri lyfjafræðinga á vakt

mbl.is/Thinkstock.com

Lyfjastofnun ber að framkvæma nýtt mat á starfsemi apóteks sem sóttist eftir undanþágu hjá stofnuninni. Mat Lyfjastofnunar á umfangi starfsemi apóteksins var ekki fullnægjandi samkvæmt nýjum úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Apótekið óskaði eftir undanþágu frá lyfjalögum um fjölda lyfjafræðinga sem þarf að vera að störfum hverju sinni. Krafa er gerð um tvo lyfjafræðinga á vakt í hverju apóteki en umrætt apótek bar því við að umfang starfseminnar væri lítið og þjálfað starfsfólk væri lyfjafræðingnum til aðstoðar. Lyfjastofnun hafnaði beiðni um undanþágu og bar því við að umfang starfseminnar yrði ekki fellt undir skilgreiningu á lítilli starfsemi.

Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að gögn málsins beri með sér að við mat á starfsemi apóteksins hafi einnig verið litið til annarra þátta, svo sem að tilkynningar hefðu borist um mistök við afgreiðslu lyfjaávísana og að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi upplýsingar um þjálfun starfsmanna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert